Horfur fyrir lánsfjárhæfi (e. „credit“) íslenska bankakerfisins eru neikvæðar, en horfur fyrir lánshæfismat (e.„rating“) Landsbanka, Glitnis og Kaupþings stöðugar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Moody’s lánshæfismatsfyrirtækisins, Banking System Outlook for Iceland.

Horfurnar fyrir bankakerfið endurspegla, að sögn fyrirtækisins, versnandi lánsfjáraðstæður innan þess, en einnig krefjandi viðfangsefni sem tengjast hröðum vexti geirans, samþjöppun lánasafns, miklum lánum til skyldra aðila og áhyggjum af því að ekki verði hægt að viðhalda tekjum við núverandi markaðsaðstæður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .