© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Matsfyrirtækið Moody's segir að afnám skuldaþaks í Bandaríkjunum muni draga úr óvissu meðal fjárfesta í bandarískum skuldabréfum. Leggur Moody's til að sú leið verði farin. Af því er fram kemur í frétt Reuters eru Bandaríkin eitt af fáum löndum þar sem lög um hámarsk skuldir hjá hinu opinbera eru í gildi. Þar segir skuldaþak skapa óvissu um getu stjórnvalda til að mæta skuldbindingum sínum. Moody's leggur til að sú leið verði farin að umfang skulda hins opinbera takmarkist með fjárlög líkt og gert er í Síle.

Nýverið setti Moody's lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athuganarlista með neikvæðum horfum. Einkunninn er nú Aaa og verður Aa ef til lækkunar kemur. Talið er líklegt að lánshæfiseinkunnin verði lækkuð ef samningar nást ekki um ríkisfjármál milli Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og þingmanna á Bandaríkjaþingi. Obama vill hækka skuldaþakið hins opinbera í landinu sem nú er 14,3 billjónir dollara. Komist ekki á samkomulag fyrir 2.ágúst næstkomandi eru stjórnvöld ófær um að greiða reikninga og falla greiðslunar þá í vanskil um tíma.