Lánshæfismat fyrir Ísland gæti batnað eftir fyrirframgreiðslu á ríkisins á lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum á dögunum. Moody's segir greiðsluna bæta skuldastöðu landsins og draga úr gengisflökti krónunnar. Hættan á gjaldeyrisútstreymi en þó enn til staðar. Það ásamt öðrum þáttum koma í veg fyrir að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði breytt í bráð, að sögn Kathrin Muelbronner, sérfræðingi hjá Moody's.

Greining Íslandsbanka bendir á viðtalið í Morgunkorni sínu í dag og rifjar upp að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hafi staðið óbreyttar hjá Moody's allt frá því að fyrirtækið breytti horfum úr stöðugar í neikvæðar í lok júlí fyrir tveimur árum. Þetta er jafnframt eina fyrirtækið sem er með neikvæðar horfur á Íslandi.

Greiningardeildin hefur upp úr viðtalinu að helsti þröskuldur sem standi í veg fyrir bættu lánshæfismati sé afnám gjaldeyrishafta.