Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur tekið lánshæfiseinkunn sérvarinna skuldabréfa Kaupþings til endurskoðunar vegna hugsanlegrar lækkunar, en bréfin hafa nú Aaa lánshæfiseinkunn, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Þessi ákvörðun kemur í kjölfar ákvörðunar Moody's að taka til endurskoðunar langtímaeinkunn Kaupþing (A1), skammtímaeinkunn bankans (P-1) og einkunn vegna fjárhagslegs styrkleika (C-), vegna hugsanlegrar lækkunar.