Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's er gagnrýnt fyrir hringlandahátt í einkunnagjöf íslensku bankanna í nýrri skýrslu Daiwa Securities. Í skýrslunni kemur fram að Moody's hafi hækkað einkunn bankanna í AAA, sem er hæsta einkunn, í apríl í fyrra. Eftir uppgjör bankanna í vikunni hafi Moody's lækkað horfur hjá Glitni [ GLB ] og Landsbanka [ LAIS ] niður í neikvæðar, líkt og áður hafi verið gert við Kaupþing [ KAUP ]. Daiwa Securities segir að breytingin hjá Moody's þýði að ef til vill munum við sjá bankana ýmist með einkunnirnar AAA, AA eða A, allt á innan við einu ári. Þetta hjálpar trúverðugleika Moody's lítið, segir í skýrslunni.

Skýrsluhöfundar telja að fjárfestar ættu ekki að missa svefn yfir breyttri afstöðu Moody's. Lægra mat sé í samræmi við önnur matsfyrirtæki, auk þess sem það samræmist mati fjárfesta og er í því sambandi bent á skuldatryggingaálagið.