*

föstudagur, 13. desember 2019
Innlent 12. nóvember 2019 13:41

Moody‘s hækkar einkunn Landsvirkjunar

Matsfyrirtækið Moody‘s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar og metur horfur félagsins stöðugar.

Ritstjórn
Hörður Arnarson, forstjóri Landvirkjunar.
Haraldur Guðjónsson

Matsfyrirtækið Moody‘s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar og metur horfur félagsins stöðugar. Lánshæfiseinkunn án ríkisábyrgðar hækkar í Baa1 úr Baa2 og með ríkisábyrgð í A3 úr Baa1. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun á vef Kauphallarinnar 

„Að mati Moody‘s endurspeglar hækkun á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar án ríkisábyrgðar stöðuga styrkingu á fjárhagsstöðu fyrirtækisins, þar á meðal áframhaldandi lækkun skulda og minni markaðsáhættu. Grunneinkunn Landsvirkjunar hækkar, en hún gefur til kynna fjárhagslegan styrk fyrirtækisins án stuðnings frá eiganda,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunnar.