Matsfyrirtækið Moody's hefur hækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs um tvo flokka úr Baa3 upp í Baa1. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Um mánaðarmótin tilkynnti Moody's um hækkun á lánshæfismati ríkisins um tvo flokka.

Mat Moody's endurspeglar tiltrú þeirra á bætta stöðu ríkissjóðs og getu hans til að standa við skuldbindingar ÍLS.

Hraður og góður árangur hafi náðst í að endurreisa efnahagskerfið eftir hrunið árið 2008 að mati Moody's. Einnig hafði aðhald í ríkisfjármálum og stöðgur vöxtur áhrif á ákvörðun matsfyrirtækisins.