Matsfyrirtækið Moody's hækkaði lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur úr Ba3 upp í flokk Ba2 með stöðugum horfum.

Í rökstuðningi Moody's kemur fram að þetta endurspegli framfarir OR varðandi fjárhag þess og traustari lausafjárstöðu.

„Þetta gerist á sama tíma og efnahagsumhverfið á Íslandi og markaðsaðstæður hafa batnað“ kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Moody's eiga einnig von á að OR muni halda fjárhagslegum styrk sínum og góðri lausafjárstöðu.