Magnús Þór Ásmundsson.
Magnús Þór Ásmundsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Lækkun matsfyrirtækisins Moody's á lánshæfi bandaríska álrisans Alcoa niður í ruslflokk hefur engin áhrif á starfsemi fyrirtækisins hér á landi, þ.e. rekstur álvers Fjarðaráls á Reyðarfirði, að sögn Magnúsar Þórs Ásmundssonar, forstjóra Alcoa á Íslandi. Hann segir í samtali við Morgunblaðið í dag þetta snerta fyrst og fremst fjármögnun á framkvæmdum og fjárfestingum og fjármagni Alcoa ekki framkvæmdir með íslensku lánsfé.

„Við erum ekki með stór fjármögnunarverkefni á dagskránni og því hefur þetta ekki áhrif á starfsemi okkar,“ segir hann.

Endurmat á lánshæfinu skýrir Moody's m.a. af lækkun á heimsmarkaðsverði á áli vegna offramboðs. Fyrirtækið ætlar m.a. að draga úr álframleiðslu í ár og á næsta ári.