Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investor Service tilkynnti í dag að Aa3 lánshæfiseinkunn Kaupþings [ KAUP ] og fjárhagslegur styrkleiki C væru til athugunar til mögulegrar lækkunar.

Kaupþing var sett á skoðunarlista í kjölfar tilkynningar um kaup á hollenska viðskiptabankanum NIBC í ágúst á síðasta ári. Bankinn er enn til  skoðunar þrátt fyrir að hafa tilkynnt um það í dag að hann hefði fallið frá kaupunum.

Litið er á það jákvæðum augum að falla frá kaupunum, horft til lausafjárstöðu.