Matsfyrirtækið Moody‘s hefur gefið út lánshæfiseinkunn fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Einkunnin er óbreytt frá fyrra mati, eða B1 með neikvæðum horfum.

Í segir að til þess að horfur verði metnar stöðugar þurfi fyrirtækið að verja sig frekar fyrir ytri sveiflum í álverði, vöxtum eða gengi og sérstaklega er tiltekið að nái eignarsöluáform Orkuveitunnar áætlun, sé það til þess fallið að bæta horfur í rekstrinum.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt, með fyrirvara um staðfestingu eigenda, kauptilboð í höfuðstöðvar fyrirtækisins að fjárhæð 5,1 milljarður króna. Sú samþykkt er í ferli hjá eigendum. Þá hefur stjórn samþykkt að selja Reykjavíkurborg Perluna á Öskjuhlíð á 950 milljónir króna. Kaup Reykjavíkurborgar voru háð því að samningar tækjust við mennta- og menningarmálaráðuneytið um rekstur náttúruminjasafns í húsnæðinu. Þeim samningum mun ekki vera lokið.