Moody´s lækkaði í gær lánshæfismat þriggja sænskra banka um einn flokk, niður í Aa3. Aa3 er fjórða besta einkunninin. Á vefsvæði sænska dagblaðsins The Local er haft eftir sérfræðingi að lækkunin komi ekki á óvart. Moody´s gaf nýverið út að endurskoða ætti lánshæfismat 114 evrópskra fyrirtækja, þar á meðal sænsku bankanna.

Moody´s segir sænsku bankanna viðkvæma fyrir breytingum á fjármálamarkaði í Evrópu og steðji því viss hætta að þeim nú þegar kreppa ríkir á evrusvæðinu.

Tveir bankanna sem um ræðir eru Nordea og Handelsbanken. Í frétt The Local er haft eftir fulltrúa Nordea að einkunninn staðfesti engu að síður styrk bankans í Evrópu enda sé hann einn þriggja evrópska banka sem þó hafi eins háa einkunn og raun ber vitni.