Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunnir átta grískra banka. Þeir þykja varnarlausir vegna ríkisskuldabréfa í þeirra eigu og vegna efnahagsástands landsins.

Ráðamönnum Grikklands hefur gengið illa að sannfæra lánadrottna um að landið sigli í rétta átt, en frekari niðurskurður er skilyrði fyrir meira lánsfé úr björgunarsjóði evruríkja.

Hlutabréfaverð í grísku kauphöllinni lækkaði hratt við tilkynninguna, meira en í öðrum kauphöllum í Evrópu.