Moody‘s lækkar lánhæfismat þriggja franskra banka Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur fært niður lánshæfismat frönsku bankanna BNP Paribas, Societe Generale, and Credit Agricole og segir trúverðugleika þeirra hafa minnkað vegna óvissuástandsins sem ríkir í rekstrarumhverfi banka í Evrópu vegna skuldakreppunnar. Langtímalánshæfiseinkunn BNP Paribas og Credit Agrole var lækkuð um eitt þrep eða í Aa3 en einkunnirnar höfðu verið á athugunarlista frá því í sumar.