Moody´s lækkaði í dag lánshæfi Nokia í Baa2 úr A3.  Ástæðan er veikari samkeppnisstaða finnska tæknirisans á sviði lófatölva.

Lækkun lánshæfismatsins getur skaðað fyrirtækið því talið var líklegt var að það myndi fara í skuldabréfaútboð samhliða hlutabréfaútboði.

Moody´s telur að það muni taka Nokia nokkurn tíma að skipta um stýrikerfi í símum sínum, en fyrirtækið tilkynnti um samstarf við Microsoft fyrr á árinu og mun notast við Windows stýrikerfið.  Matsfyrirtækið að hagurinn af samstarfinu við Microsoft muni ekki koma fram fyrr en seinnipart næsta árs.

Nokia tilkynnti um 368 milljóna evra tap á 2. ársfjórðungi.