Gengi rússneksu rúblunnar féll eftir að matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfismat rússneska ríkisins úr Baa1 í Baa2 og eru horfur enn neikvæðar. Þá hækkaði ávöxtunarkrafa á rússnesk ríkisskuldabréf í kjölfarið. Er krafan á rússnesk evrubréf á gjalddaga 2030 komin í 4,86%.

Rússland hefur varið um 13 milljörðum dala til að verja rúbluna falli með takmörkuðum árangri. Þá hefur lækkandi olíuverð áhrif á efnahag landsins, enda eru útflutningstekjur af olíu stór hluti af tekjum rússneska ríkisins.

Í frétt Bloomberg segir að veiking rúblunnar, lækkun olíuverðs og viðskiptaþvinganir vesturveldanna séu að færa rússneska hagkerfið nær niðursveiflu og jafnvel kreppu. Þrátt fyrir lækkun Moody's eru rússnesk ríkisskuldabréf þó enn í fjárfestingarflokki, en einkunninn þarf ekki að lækka mikið til að það breytist.