Matsfyrirtækið Mooody's tilkynnti í dag að ekki sé útilokað að það lækki lánshæfiseinkunnir nokkurra ríkja sem aðild eiga að Evrópusambandinu. Moody's er annað af stóru matsfyrirtækjunum þremur til að vara við hugsanlegri lækkun á mati á Evrópuríkjum.

Standard & Poor's sagði í síðustu viku hugsanlegt að lánshæfiseinkunnir Þýskalands og Frakklands verði lækkaðar ásamt öðrum lönum.

Ástæðan fyrir lægra mati nú eru versnandi horfur vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu og því sem sagt hefur verið ráðaleysi stjórnmálamanna innan aðildarríkja ESB til að koma sér saman um lausn á vandanum.

Bandaríska stórblaðið New York Times segir nýtt mat verða kynnt í vikunni.