Matsfyrirtækið Moody´s tilkynnti í morgun um lækkun á lánshæfismati frönsku bankanna Société Générale og Crédit Agricole

Lánshæfi BNP Paribas var ekki lækkað en er áfram til skoðunar hjá matsfyrirtækinu.

Lánshæfiseinkunn Société Générale lækkar úr Aa2 í Aa3 með neikvæðum horfum. Einkunn Crédit Agricole er lækkuð úr Aa1 í Aa2.  Lánshæfi BNP Paribas var ekki lækkað en er áfram til skoðunar hjá matsfyrirtækinu og er með neikvæðum horfum.

Frönsku bankarnir eiga mikið af grískum og öðrum evrópskum ríkisskuldabréfum og er lækkunin er rakin til óvissunar í Grikklandi..

Hlutabréf Société Générale og Crédit Agricole hafa lækkað um rúm 60% frá því í febrúar. Í morgun hafa hlutabréf fyrrnefnda bankans lækkað um 5,2% og síðarnefnda um 3,75%. Hlutabréf BNP Paribas hafa lækkað um 50% frá febrúar og um rúm 5% í morgun.

Société Générale
Société Générale
© None (None)