Matsfyrirtækið Moody´s tilkynnti rétt í þessu að það hefði lækkað lánshæfismat margra af stærstu bönkum Bandaríkjanna og Evrópu. Um er að ræða lánshæfismat á langtímalánum. Lækkunin þýðir hærri fjármögnunarkostnað bankanna.

Lánshæfismat JP Morgan Chaase lækkar um tvö stig, úr Aa3 í A2. Bank of America lækkar úr Baa1 í Baa2, eða um eitt stig. Morgan Stanley lækkar um tvö stig, úr A2 í Baa1. Goldman Sachs lækkar um tvö stig, úr A1 í A2.Citigroup lækkar um tvö stig, úr A3 í Baa2.

Lánshæfi þýska Deutsche Bank lækkrar úr Aa3 í A2, eða um tvö stig. Bankinn er stærsti banki Evrópu þegar litið er til stærðar efnahagsreiknings.

Franski bankinn BNP Paribas lækkar mest allra banka eða um 4 stig, úr Aa1 í A2. Crédit Agricole lækkar um tvö stig, úr Aa3 í A2. Société Générale lækkar úr A1 í A2.

Svissneski Credit Suisse lækkar um þrjú stig, úr Aa2 í A2. UBS lækkar úr Aa3 í A2, eða um tvö stig.

Breskir bankar lækkuðu einnig. Royal Bank of Scotland lækkaði úr A2 í Baa1, eða um 2 stig. Barclays lækkaði úr A1 í A3, eða um tvö stig.HSBC lækkaði úr Aa3 í Aa2, eða um eitt stig.

Uppfært 22:35