Matsfyrirtækið Moody's Investors Service lækkaði í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir erlendar og innlendar skuldbindingar í Baa1 úr A1.

Þá var lánshæfiseinkunn fyrir skammtímaskuldbindingar lækkuð í P-2 úr P-1.

Þetta kemur fram hjá Dow Jones fréttaveitunni en þar kemur einnig fram að þann 8. október s.l. hafi Moody‘s tekið lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs til skoðunar með tilliti til hugsanlegar lækkkunar.

„Lækkunin okkar í dag endurspeglar þá skoðun Moody‘s að fjárhagslegur styrkleiki íslenska ríkisins hafi orðið fyrir miklum skaða vegna hruns bankanna og vandræða á gjaldeyrismarkaði,“ segir Kenneth Orchard, yfirgreiningaraðili hjá Moody‘s í samtali við Dow Jones fréttaveituna.

Þá bætir hann því að vegna fyrrgreindra ástæðna muni það taka ríkissjóð nokkur ár að jafna sig en á meðan mun skuldasöfnunin aukast sem þýði einnig hærri byrðar á einkageirann.