Matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði í dag lánshæfiseinkunn íslenskra ríkisskuldabréfa úr einkunninni Aaa í Aa1. Þá lækkar Moody‘s einnig landsmati (e. country ceiling) á bankainnstæðum í erlendri mynt úr úr einkunninni Aaa í Aa1.

Þá staðfestir Moody‘s einkunnina Aaa á landsmati fyrir skuldabréf til langs og skamms tíma, bæði innlend og erlend, og Aaa einkunn á innlendum bankainnstæðum.

Horfur á lánshæfismati haldast stöðugar líkt og áður.