Matsfyrirtækið Moodys Investors Service hefur ákveðið að lækka lánshæfismat íslensku bankanna í Aa3, segir í tilkynningu, en fyrirtækið hækkaði matið í Aaa í kjölfar breyttrar aðferðarfræði í febrúar.

Lækkunin nemur þremur þrepum en matið er þó enn hærra en það var fyrir breytingarnar, sem gera ráð fyrir auknum stuðningi íslenska ríkisins við íslensku bankana ef illa fer. Hins vegar hefur Moodys nú degið úr vægi stuðnings ríkisvaldsins.

Fyrir breyingar á aðferðarfræði Moodys var lánshæfismat Kaupþings og Glitnis A1 og lánshæfismat Landsbanka Íslands var A2.

Moodys lækkaði mat sitt á 44 bönkum, sem voru hækkaðir í einkunn í febrúar þegar fyrirtækið tók upp svokalla stuðningsgreiningu á lánshæfi bankastofnanna.