Skjalið sem matsfyrirtækið Moody´s birti í dag um lánshæfi Íslands er samantekt helstu niðurstaðna er varða lánshæfismat Ríkissjóðs Íslands, auk upplýsinga um regluverk og aðferðafræði við matið. Ekki er um að ræða nýtt mat á lánshæfi ríkissjóðs, segir í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands.

Lánshæfiseinkunn Íslands er hjá Moody´s Baa3 fyrir langtímaskuldbindingar og P-3 fyrir skammtímaskuldbindingar með neikvæðum horfum.

Hægt er að sjá samantekt Moody´s hér .