Í skýrslu sem birtist í dag, kemst matsfyrirtækið Moodys að þeirri niðurstöðu að Ísland standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem nýlega hefur gætt í viðskipta- og fjármálaumhverfi landsins. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa. Tilkynning um þetta hefur verið send inn til Kauphallar Íslands.

Höfundur skýrslunnar, Joan Feldbaum-Vidra, hjá Moody's segir: ?Þótt við höfum varað við hættum sem fylgja aukinni skuldsetningu hagkerfisins, þá hefur Ísland hæstu lánshæfiseinkunn okkar og horfunar eru stöðugar. Við teljum að áhyggjur sem nýverið hafa fram komið séu orðum auknar.

Umtalsverð aukning erlendra skulda bankakerfisins og miklar skammtímaskuldir eru meðal þeirra þátta sem nýlega hafa vakið upp spurningar um kerfisbundina áhættu í bankakerfinu.

Feldbaum-Vidra segir að Ísland sé mjög auðugt land sem vinnur að verulega aukinni fjölbreytni í atvinnulífi. Landið hefur nægan aðgang að erlendu lausafé til viðbótar því sem bankarnir hafa, og það ætti að duga fyrir stjórnvöld og bankakerfið til að standast óróatíma á markaði.

Hún benti á traust fjármál hins opinbera með skuldahlutföll í kringum 30% af vergri landsframleiðslu og 60% af tekjum, sem eru um helmingur af því sem gerist í Þýskalandi og Frakklandi.

"Ísland er í góðri stöðu til að takast á við hvaða hugsanlegu kröfu á ríkisbjargráð sem gæti sprottið af kerfisvanda hvar sem er í hagkerfinu?, sagði sérfræðingurinn. Aaa lánshæfiseinkunn okkar fyrir Ísland er í samræmi við verstu tilvik af þeim toga."