Horfur Íbúðalánasjóðs eru neikvæðar. Ekki eru þó líkur á öðru en að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar þrátt fyrir taprekstur og lágt eiginfjárhlutfall þar sem sjóðurinn nýtur ríkisábyrgðar, að mati matsfyrirtækisins Moody's.

Í umfjöllun matsfyrirtækisins, þar sem lánshæfiseinkunnin Baa3 er staðfest, er bent á að Íbúðalánasjóður hafi tapað 3,1 milljarði króna á fyrri helmingi ársins og er eiginfjárhlutfall hans aðeins 1,4%.

Þótt Moody's telji litlar líkur á að Íbúðalánasjóður verði fyrir greiðslufalli þá eru líkurnar á því 15,1%. Til samanburðar voru 14,7% líkur á því í fyrra mati Moody's.

Mat Moody's