Matsfyrirtækið Moddy's hefur staðfest óbreyttar lánshæfiseinkunnur ríkissjóðs. Horfur eru enn neikvæðar þótt fyrirtækið búist við 2,5% hagvexti á þessu ári og því næsta.

Í mati Moody's kemur fram að einkunnir ríkissjóðs hljóði upp á Baa3 fyrir langtímaskuldbindingar og P-3 fyrir skammtímaskuldbindingar. Þær hafa verið á þessum slóðum frá því síðla árs 2009.

Skemmst er að minnast þess að matsfyrirtækið Fitch hækkaði lánshæfi ríkisstjóðs á dögunum og sagði horfur stöðugar.

Í umfjöllun Moody's kemur fram að þótt efnahagslífið sé á réttri leið eftir hrunið þá séu enn nokkrir óvissuþættir í veginum, m.a. horfum um fjárfestingar í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta. Í framhaldi af því segir í umfjöllun Moody's mat fyrirtækisins á horfum hér haldast í hendur við það hvernig gengur að vinda ofan af höftunum.

Lánshæfismat Moody's