Matsfyrirtækið Moody‘s hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Fyrirtækið gefur einkunnina Baa3 fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri og erlendri mynt og P-3 fyrir skammtímaskuldbindingar. Horfur eru neikvæðar, að mati Moody's.

Moody's áréttar í mati sínu þá spá sem fram kemur í skýrslu fyrirtækisins að óvíst sé um hagvöxt til millilangs tíma. Hagvaxtarhorfur í einsleitu og litlu hagkerfi eins og er hér velti að verulegu leyti á þvi´hversu hratt takist að aflétta gjaldeyrishöftum, að sögn Moody's.