Í árlegri skýrslu matsfyrirtækisins Moody's um íslenska hagkerfið kemur fram að lánshæfiseinkunn landsins sé áfram Baa3 en að horfurnar séu neikvæðar.

Í skýrslunni segir að matið byggist á fjórum lykilþáttum; efnahagslegum styrk, styrk stofnana, fjárhagslegum styrk ríkisins og hversu næmt landið er gagnvart ytri áhættu. Að mati Moody's er efnahagslegur styrkur hér á landi hóflegur, styrkur stofnana mikill, fjárhagslegur styrkur ríkisisins sé lítill og að Ísland sé afar næmt gagnvart utanaðkomandi áhættu. Niðurstöðurnar endurspegli neikvæðar horfur matsfyrirtækisins.

Moody's segir að ef íslensk stjórnvöld haldi sig við þau markmið, sem þau hafa sett sér í ríkirekstrinum á þessu ári geti horfurnar breyst úr neikvæðum í stöðugar. Það er þó háð því að engin frekari lagalaeg atriði komi upp sem geti haft neikvæða áhrif á ríkisreksturinn og skuldastöðuna.