Greiningarfyrirtækið Moodys spáir að markaður sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) muni halda áfram að vaxa á þessu ári, þar sem nýjar þjóðir muni bætast í hóp útgefenda og nýjir útgefendur muni bætast í hópinn hjá þeim þjóðum sem þegar eru þátttakendur á markaðnum, segir í frétt Dow Jones.

Í gegnum tíðina hefur Þýskaland verið helsti útgefandi sérvarinna skuldabréfa, en á undanförnum árum hafa nýjar þjóðir bæst í hóp útgefenda, þar á meðal Ísland, Austurríki, Frakkland, Spánn og Portúgal, segir í fréttinni.

Í desember gekk Glitnir frá rammasamningi um útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) tengd húsnæðislánasafni bankans. Heildarupphæð samningsins nam eitt hundrað milljörðum króna og var uppsetning rammasamningsins í höndum Deutsche Bank.

Fjöldi útgáfa sérvarinna skuldabréfa sem Moodys gefur lánshæfiseinkun jókst um 26% á árinu sem leið, eða 24 útgáfur, samanborið við aðeins átta árið 2005.