Matsfyrirtækið Moody's staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.  Einkunn langtímaskuldbindinga ríkissjóðs í innlendri og erlendri mynt er Baa3 og lánshæfiseinkunn skammtímaskuldbindinga í innlendri og erlendri eru P-3 með neikvæðum horfum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. Lánshæfiseinkunn Íslands hjá matsfyrirtækinu er því óbreytt, en beðið hefur verið eftir ákvörðun Moody´s.

Tilkynning Moody´s.