Matsfyrirtækið Moodys Investors Service staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í ársfjórðungslegu mati. (e. credit opinion) í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum.

Horfur eru stöðugar, að því er fram kemur í tilkynningu.