Matsfyrirtækið Moody‘s breytti einnig horfum fyrir lánshæfiseinkunn Íbúðarlánasjóðs og Landsvirkjunar úr stöðugum í neikvæðar . Moody‘s segir í fréttatilkynningu að þessar breyttu forsendur komi í kjölfar lækkunar á horfum lánshæfismat ríkissjóðs.

Eins og áður hefur komið fram breytti Moody's horfum á lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar fyrr í dag.

Moody‘s segir að neikvæðar horfur til lánshæfismats ríkissjóðs geri það að verkjum að ríkissjóður eigi erfitt með að baktryggja Íbúðarlánasjóð. Þá segir Moody‘s að breyttar horfur taki ekki mið af viðskiptabönkunum þriggja og hafi ekki áhrif á þá.

Moody‘s gefur sér svipaðar forsendur fyrir breyttum horfum lánshæfismats Landsvirkjunar. Í tilkynningu frá matsfyrirtækinu segir að Landsvirkjun sé mikilvægt fyrirtæki og megin framleiðandi orku í landinu en engu að síður geti reynst erfitt fyrir ríkissjóð að baktryggja fyrirtækið.