Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's varaði við því í dag að skuldakreppan á evrusvæðinu geti valdið því að lánshæfiseinkunnir evruríkjanna 17 verði lækkaðar.

Í netútgáfu bandaríska dagblaðsins New York Times segir að í skýrslu Moody's um ráðamenn á evrusvæðinu og viðbrögð þeirra við þeim vanda sem löndin standi frammi fyrir sér notað óvenju harðort orðalag.

Þar segir meðal annars að ráðamenn hafi brugðist seint og illa við kreppunni og geti svo farið að einhver landanna verði tímabundið sett út af sakramentinu og geti ekki fjármagnað sig á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum.

Matsfyrirtækin eru þegar farin að endurskoða lánshæfiseinkunnir nokkurra evruríkja. Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunni Belgíu á föstudag. Stjórnvöld stefna engu að síður að útgáfu ríkisskuldabréfa í dag. Frakkar og Spánverjar ætla sömuleiðis að skella sér í skuldabréfaútboð á fimmtudag.