Matsfyrirtækið Moody’s lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og landseinkunn fyrir erlendar bankainnstæður í A1 úr Aa1.

Báðar einkunnir eru til skoðunar vegna hugsanlegrar lækkunar.

Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Á vef Moody‘s kemur fram að á undanförnum vikum hafi óviðráðanlegar aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukið á vanda íslensku bankanna og í leið gert yfirvöldum erfitt fyrir með að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika.

„Við efumst um að veiking fjármálakerfisins verið aðeins tímabundin,“ skrifar Kenneth Orchard, yfirmaður greiningar yfir Íslandi.