*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 4. febrúar 2013 16:59

Mörg skattabrot á borði sérstaks saksóknara

Skattrannsóknarstjóri hefur skoðað 20 mál sem talin eru tengjast skattaundanskotum.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Haraldur Guðjónsson

Allmörg mál sem varða grun um skattaundanskot svipuð þeim sem Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, er sakaður um, hafa borist embættis sérstaks saksóknara. Málið kom þaðan frá skattrannsóknarstjóra. Ekki hefur verið tekið saman hjá embætti sérstaks saksóknara hvað málin eru mörg.

Tuttugu mál sem varða grun um undanskot tekna vegna afleiðuviðskipta hafa sætt rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra og hefur 11 verið vísað til embættis sérstaks saksóknara. Hæst bera mál tengd ásökunum um skattaundanskot Eiríks Sigurðssonar, sem kenndur er við verslunina Víði, sem gefið er að sök að hafa ekki greitt skatta að fjárhæð um  80 milljónir króna á árið 2007 og mál Ragnars Þórissonar, sjóðsstjóra og stofnanda vogunarsjóðsins Boreas Capital. Honum er gefið er að sök að hafa ekki greitt skatta að fjárhæð 12 milljónir króna.

Vb.is hafði eftir Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, á dögunum að nokkur málanna sæti kærumeðferð fyrir yfirskattanefnd.