Skuldir á hvern einstakling í Reykjanesbæ losa um tvær milljónir króna þrátt fyrir og kannski þvert á það sem halda mætti að tekjur á hvern íbúa þar væru hærri en í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.

Ekki verður með góðu móti séð að Reykjanesbær geti unnið sig úr þessari skuldasúpu að óbreyttu og hjálparlaust.

Það rennir víst fæsta í grun þegar þeir aka frá Reykjavík til Keflavíkur að þá eru þeir eiginlega að ferðast úr öskunni í eldinn – ef horft er til skuldastöðu sveitarfélaganna sem keyrt er í gegnum; hún versnar nefnilega í grófum dráttum jafnt og þétt eftir því sem sunnar dregur, að Garðabæ einum undanskildum, og endar eiginlega í hálfgerðum ósköpum suður í Reykjanesbæ sem situr á kafi í skuldasúpu.

Svipað gildir raunar einnig um Sandgerði og Voga þannig að það er vissulega satt sem segir í kvæðinu að ekki er að spauga með þá Útnesjamenn – hvort sem kemur að sjó- eða skuldasókn.

Skuldir sveitarfélaga
Skuldir sveitarfélaga

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.