Á morgunfundi Landsbankans um fjárfestingatækifæri í verslun og þjónustu hélt Jón Björnsson, forstjóri Festar, erindi um íslenskt smásöluumhverfi og tækifæri til framtíðar í þeim geira. Í erindinu talaði hann m.a. um framtíðarmöguleika smásölugeirans á sviði netverslunar, en að hans mati eru mörg ónýtt tækifæri á því sviði.

Þá segir Jón að sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi núna geri meiri kröfur til hraða og þæginda í verslun. Breytt neyslumynstur leggi því meiri kröfur á hinn hefðbundna smásala. Þetta breytta landslag skapar hins vegar ýmis tækifæri fyrir fyrirtæki sem þjónusta netverslun.

VB Sjónvarp ræddi við Jón.