Mikill fjöldi ungmenna á aldrinum 16-23 ára fær vinnu hjá sjávarútvegsfyrirtækjum um allt land í sumar samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Flestir starfsmannanna eru annaðhvort í fiskvinnslu eða í umhverfisverkefnum á svæði sjávarútvegsfyrirtækjanna. Sem dæmi má nefna að Samherji mun ráða til sín yfir 100 ungmenni á Akureyri og dalvík og Skinney-Þinganesá Höfn í Hornafirði mun ráða um 70. Sömu sögu er að segja frá neskaupstað þar sem 70 ungmenni voru nýverið ráðin til sumarstarfa hjá Síldarvinnslunni.