Bandaríski bankinn Morgan Stanley skilaði hagnaði upp á 1,86 milljarða dala á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 94 sentum á hlut. Þetta er rúmlega tvöfald meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 803 milljónum dala eða 41 senti á hlut.

Fréttastofa Reuters hefur upp úr uppgjöri Morgan Stanley að afkoman skýrist einkum af góðum árangri í fjárfestingarbankastarfseminni og í eignastýringu. Það hafi vegið upp samdrátt í miðlun skuldabréfa.