Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley á í samrunaviðræðum við Wachovia bankann og China Investment, auk annarra fjármálafyrirtækja, samkvæmt frétt Reuters. China Investment keypti í desember sl. 9,9% hlut í Morgan Stanley fyrir um 5 milljarða Bandaríkjadala.

Hlutabréf Morgan Stanley hafa lækkað mikið undanfarna daga. Þrátt fyrir að bréfin hafi hækkað um 26% á föstudag er gengi þeirra 32% lægra en fyrir 2 vikum síðan. Hækkunin í dag (föstudag) er þó talin gefa Morgan Stanley meira ráðrúm til að ákveða hvað taka skal til bragðs.

Eins og kunnugt er mun Bank of America taka yfir Merrill Lynch.