Alþjóðlegi fjárfestingabankinn Morgan Stanley segir kauptækifæri í fyrsta flokks skuldabréfum (e. tier 1) bankanna.

Bankinn sendi frá sér skýrslu í dag, þar sem segir að fjármálakreppa sé ekki yfirvofandi eftir að hafa skoðað skýrslu hagfræðinganna Frederic Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar um íslenskt efnahagslíf.

Almennt er talið að að ákvöxtunarkrafa skuldabréfa bankanna fari lækkandi í kjölfar góðra uppgjöra og bent er á að umræðan um bankanna sé nú mun jákvæðari en áður, en viðskipi með skuldabréf bankanna hafa verið vel undir pari síðan erlendir greiningaraðilar birtu neikvæðar skýrslur sínar um bankakerfið. Álag á skuldatryggingar bankann hefur einnig lækkað.

Morgan Stanley mælir með kaupum á fyrsta flokks skuldabréfum bankanna áður en ávöxtunarkrafan lækkar enn frekar.