Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley hagnaðist um 1,65 milljarða bandaríkjadollara á þriðja ársfjórðungi og jók hagnaðinn um 87%.

Stóru fjárfestingarbankarnir í Bandaríkjunum virðast því skila góðum uppgjörum, en einn helsti samkeppnisaðili bankans, Goldman Sachs, birti uppgjör sitt í gær og tilkynnti um 50% hagnaðaraukningu.

Tekjur Morgan Stanley jukust um 12% og námu 8,91 milljarði dollara. Tekjur af viðskiptum með skuldabréf jukust jafnframt um 19,4% og námu 997 milljónum dollara.