Bandaríski fjárfestingabankinn stendur í því þessa dagana að ráða til sín nýtt fólk til að styrkja afleiðu- og hrávöruviðskiptadeild sína. Morgan Stanley hefur þegar sagt upp mikið af fólki á þessu ári og sparað allt að því einn milljarð dollara með þeim aðgerðum. Reuters segir frá þessu.

Yfirmaður hlutabréfaviðskipta hjá franska bankanum Societe Generale var meðal annars ráðinn til Morgan Stanley sem yfirmaður hlutabréfaafleiðna og evrópska hlutabréfaviðskipta. Einnig voru tveir einstaklingar sem voru hátt settir innan Bear Stearns ráðnir til bankans.

Morgan Stanley hefur skorið starfmenn niður um 4.800 á þessu ári, þá helst í skuldabréfadeildum og greiningarsviðum.