Reuters fréttastofan greindi frá því í gær að Morgan Stanley hafi fækkað störfum hjá sér í þessari viku um 1.500. Uppsagnirnar riðu yfir hluta fyrirtækisins sem sinna fjárfestingabankastarfsemi og eignastýringu.

Fyrir flestum uppsögnunum urðu starfsmenn í Bandaríkjunum og Evrópu. Sumir þeirra hafa ekki verið látnir vita ennþá að þeim verði sagt upp.

Morgan Stanley hyggst fækka starfsmönnum á nánast öllum sviðum fyrirtækisins um 5%. Í lok febrúar störfuðu 47.050 manns hjá fjárfestingabankanum.