Tap bandaríska fjárfestingbankans Morgan Stanley nam einum milljarði bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Frá þessi greinir breska ríkisútvarpið BBC. Á sama tímabili á síðasta ári nam hagnaður bankans 2,2 milljörðum bandaríkjadala.

Stór hluti tapsins er vegna endurmats á skuldasafni bankans. Sé litið hjá þeim verður niðurstaða tímabilsins jákvæð um 561 milljón bandaríkjadala.

Í árshlutauppgjöri bankans kemur fram að tekjur hækkuðu á flestum viðskiptasviðum bankans og var vöxtur sérstaklega mikill í eignastýringu.