Morgan Stanley segir í nýrri skýrslu að engar líkur séu á efnahagskreppu á Íslandi. Skýrsluhöfundar segjast hafa lesið skýrslu Frederics Mishkins og Tryggva Þórs Herbertssonar um íslenskt efnahagslíf og mæla með því að fjárfestar lesi hana líka.

"Viðskiptaráð Íslands bað um skýrsluna. Hins vegar þekkjum við til verka prófessors Mishkins og höfum ekki minnstu trú á því að skýrslan sem hann hefur skrifað, ásamt Tryggva Þór Herbertssyni hjá Háskóla Íslands, sé hlutdræg vegna þess hver bað um skýrsluna. Að auki er röksemdafærsla (skýrslunnar) einfaldlega sannfærandi," segir í skýrslu Morgan Stanley.