Fjárfestingabankinn Morgan Stanley, sá næststærsti í Bandaríkjunum, hefur lagt fram tilboð í kröfur á þrotabú Sparisjóðabankans, sem áður hét Icebank, að nafnvirði um 55 milljarða króna. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum .

Þar kemur fram að væntar endurheimtur almennra samningskröfuhafa Sparisjóðabankans eru um 20-25%, sem þýðir að markaðsvirði krafnanna er á bilinu 11 til 13,8 milljarðar króna.

Morgan Stanley býður kröfur á slitabú Kaupþings með 6% álagi í skiptum fyrir kröfurnar á Sparisjóðabankann, en heimtur kröfuhafa Kaupþings eru áætlaðar um 24%.