110 starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte í Danmörku hefur verið sagt upp. Þetta jafngildir 5% af starfsmönnum fyrirtækisins ytra en þeir eru 2.300 talsins.

Danska viðskiptablaðið Börsen greinir frá því á vef sínum að byrjað hafi verið að segja upp starfsfólki í dag og vísar til Kauphallar-tilkynningar.

Uppsagnirnar ná til starfsemi Deloitte um landið allt en fyrirtækið er með 20 skrifstofur í Danmörku.