„Aðsóknin hjá okkur það sem af er ári hefur verið heldur minni en hún hefur verið undanfarin ár,“ segir Garðar Eyland Bárðarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, en golfáhugamenn hafa margir bölvað veðrinu í sumar, þótt birt hafi yfir undanfarna daga og vikur. Veðrið hefur enda sett strik í reikninginn hjá golfklúbbum, einkum á höfuðborgarsvæðinu.

„Aðsóknin var náttúrlega sérstök í fyrra, enda þá einstaklega gott veður. Það eru þó ekki allir sem láta veðrið flækjast fyrir sér. Það eru sérstaklega morgunhanarnir sem mæta hér á hverjum einasta morgni nánast burtséð frá veðri. Þegar veðrið er skaplegt eru allir rástímar fullbókaðir þannig að aðsóknin hefði verið meiri hefði veðrið verið skaplegt í sumar,“ segir Garðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .