Reikna má með því að atvinnuleysið aukist nokkuð á næstunni. Bæði er undirliggjandi efnahagsþróun þannig að slakinn er vaxandi í hagkerfinu og atvinnuleysið ætti að vaxa af þeim sökum.

Þetta kemur fram í Morgunkorn Íslandsbanka í morgun en þar segir að hefðbundin árstíðarsveifla sé síðan á þann veg að atvinnuleysi eykst almennt fram eftir vetri.

Fram kemur að í hagspám sem birtar hafa verið undanfarið hefur verið reiknað með því að atvinnuleysið verði hér á næsta ári á milli 10-11% samanborið við tæplega 9% atvinnuleysi á þessu ári. Reikna má með því að ekki taki að draga úr atvinnuleysinu svo neinu nemi fyrr en á árinu 2011.

Sjá nánar í Morgunkorni.